Greiðsluskilmálar

GREIÐSLUR

Vörur í vefverslun er hægt að greiða fyrir með kredit og debitkortum.  Vefgreiðslur kredit og debitkorta fara fram í gegnum greiðslukerfi Borgun ehf og eru öll samskipti dulkóðuð.
Pöntunin er felld niður ef greiðsla hefur ekki borist innan 5 daga.

 

VERÐ

Öll verð á síðunni eru uppgefin í íslenskum krónum og innihalda virðisaukaskatt. Verð á netinu geta breyst án fyrirvara.

 

AFHENDING VÖRU

Yfirleitt er afgreiðslutími vöru um 3-5 virkir dagar eftir að greitt hefur verið. Afgreiðslutími lengist þegar líður að frí- eða álagstímabilum t.d. jólum. Sé varan ekki til á lager mun sölufulltrúi hafa samband. Hægt er að sækja í verslun eða fá sent með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrðar og flutningsskilmálar Íslansdpósts um afhendingu vörunnar, yfirleitt er varan komin til viðskiptavinar daginn eftir sendingu, en getur tekið uppí 3 daga eftir því hvar á landinu sendingin er að fara. Pantanir sem eru 10.000 kr eða meira eru sendar viðskiptavini að kostnaðar lausu, pantanir undir 10.000 kr er innheimt 990 kr sendingagjald við lok kaupferlis, sé heimsending valin.
Myndun ehf. ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða í flutningi

 

SKILA- OG ENDURGREIÐSLURÉTTUR

Ekki er hægt að skila sérmerktum og sérframleiddum vörum.

Skilafrestur er 30 dagar á meðan vara er enn til sölu í verslun að því tilskildu að varan sé ekki sérmerkt eða sérframleidd, að hún sé ónotuð, óþvegin og í upprunalegum umbúðum þar sem það á við. Framvísa skal kvittun fyrir vörukaupunum. Viðskiptavinur getur annað hvort fengið vöruna endurgreidda eða notað andvirði skilavörunnar til að greiða fyrir aðra vöru. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur. Ef vara reynist gölluð er viðskiptavinum boðin sama eða álíka vara í stað þeirrar gölluðu eða endurgreiðslu sé öðru ekki við komið.

 

Ábyrgðarskilmálar

Ábyrgð seljanda er í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð á galla á vöru er 2 ár frá því að kaupandi fékk vöru afhenta. Ef hins vegar um er að ræða sölu á vöru til fyrirtækis er ábyrgð á galla 1 ár.

Komi fram galli sem rekja má til framleiðslugalla á þessu tímabili skiptum við henni út fyrir nýja eða endurgreiðum hana. Athugið að ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, vanrækslu, venjulegu sliti eða eðlilegu litatapi sem verður við notkun og þegar á líður. Vörunni skal skilað á verkstæði Myndunar, Borgarflöt 19a 550 Sauðárkróki.

LÖG OG REGLUGERÐIR

Um vefverslun Myndun ehf gilda lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000, lög um rafræn viðskipti nr. 30/2002 og lög um neytendakaup 48/2003. Varnarþing

Myndunar er Sveitafélagið Skagafjörður. Rísi mál fyrir dómstólum vegna viðskipta skal það rekið fyrir Héraðsdómi norðurlands vestra.

 

TRÚNAÐUR

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar og gögn sem að hann gefur upp eða sendir í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Seljandi meðhöndlar persónuupplýsingar kaupanda vegna notkunar á vefsvæðinu Myndun.is í samræmi við gildandi lög og reglur um meðferð persónulegra upplýsinga á hverjum tíma.

 

ANNAÐ

Við áskiljum okkur rétt til leiðréttinga á verði þar sem rangt verð er gefið upp vegna villu eða af öðrum tæknilegum ástæðum. Einnig áskiljum við okkur fullan rétt til að leiðrétta villur í texta, myndum og verði. Efni vefsins er birt með fyrirvara um villur. Myndun ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vöru fyrirvaralaust.

Við reynum okkar besta að hafa litina á vörum á netinu sem réttasta. Hinsvegar eru skjáir og tæki svo misjöfn og litastillingarnar ekki eins hjá öllum. Við getum því ekki lofað því að litur sem þú sérð á þínum skjá sé hinn sami og í raunveruleikanum.

 

EIGANDI LÉNS OG VEFVERSLUNAR

Myndun ehf.
Borgarflöt 19A
550 Sauðárkrókur
kt.620517-0620
VSK: 134161
Símanúmer: 8675007
Netfang: myndun@myndun.is

X